Páskaháski - Kafli 5
Formúli og Skjöldur snöruðust útúr sérhönnuðum FORdbíl Formúla, og skunduðu inn sérhannaða og FORhitaða rannsóknarstofuna. Skjöldur hafði orð á því hve sérlega þægilegt hitastig rannsóknarstofunnar var, og hversu vel það hentaði til rannsókna og geymslu súrra matvæla. Formúli grandskoðaði samanskroppinn skóinn af stærri smiðnum með minni fótinn, því af einskærri FORsjálni vissi Formúli sem var, að skórinn innhélt lykilinn að því hvar, eða réttara sagt hvenær, Tímóteus illi hafði tilflust með risapáskaeggið.
- “Með því að beita FORvitanum til þess að lesa rafsegulvirkni skósins” sagði Formúli hugsi “hef ég komist að því að Tímóteus er núna staddur á ofanverðum Yucatan skaganum, þar sem nú er Mexíkó” (Formúli bar nafnið óaðfinnalega fram samkvæmt Castellönskum framburðarreglum), “árið 842, 22. mars, klukkan 10:23.53.” Formúli tók FORtíðarhringinn sér í hönd. “Nú væri gott ef ég væri búinn að finna upp tímasýruna (með ypsiloni), það eina sem vantar til að fullkomna Tíðahringinn.”
- “Marga hildi hef ek háð, en enga án þess að blása eldmóði í brjóst að fornum sið” mælti Skjöldur karlmannlega. “Tel ek best að hefja baráttu þessa að víkingahætti með skál af úrvals mysu”.
Að þessum orðum mæltum þreif Skjöldur fram tvo aska fulla af fjölvítamínbættri Berserkjamysu, blandað samkvæmt ævafornri fjölskylduuppskrift víkingsins hugumstóra. Formúli og Skjöldur lyftu öskum sínum og skáluðu til heiðurs fornum goðum.
- “Megi goðin færa oss hugrekki og æðruleysi í komandi átökum!” mælti Skjöldur að fornum sið og Formúli brosti með sjálfum sér því þrátt fyrir allt þá hlakkaði til að takast við ný ævintýri, ný ómenni og nýjar hættur. Það var svo tilbreytingarlaust að vera alltaf að fást við sömu hrottana líkt og sumar lélegri ofurhetjurnar.
Um leið og askar kappanna skullu saman í karlmannlegri skál, gerðust mikil undur. Hluti Berserkjamysunnar sullaðist uppúr (eins og fornar hefðir gera ráð fyrir) og féll meðal annars á FORtíðarhring Formúla. Við þetta byrjaði hringurinn að glóa grænleitum og framandlegum bjarma.
- “Óðinn sé oss næstur!” mælti Skjöldur furðu lostinn og starði á þessa lágstemmdu ljósasýningu.
- “Svei mér þá Skjöldur” sagði Formúli kátur “ég fæ ekki betur séð en að við höfum hnotið um stórkostlega uppgötvun tímatalsfræðinnar: Tímasýran er fundin!”
Formúli beið ekki boðanna, heldur setti upp tíðahringinn og brá öðrum slíkum á fingur Skjaldar. Hann hóf að stilla hringana á Yucatan skagann á þann tíma sem reiknaður hafði verið út frá samanskroppnum skóm stærri smiðsins með minni fótinn (hér eftir SSMMF).
- “Við verðum að bregðast fljótt við þar sem FOR-rannsóknir mínar benda til þess að tímasýran sé ákaflegan rokgjarnt eldsneyti, ef svo má segja, til tímaferðalaga”.
Væg lýsingin af FORtíðarhringunum magnaðist og lék um alvarleg og einbeitt andlit félaganna. Lágvært, en þó umhverfisvænt, suðið magnaðist og skyndilega opnaðist fyrir augum þeirra ginnungagap eitt mikið, eins og risavaxið og hringiðandi niðurfall.
- “Hafðu ekki áhyggjur vinur” sagði Formúli hughreystandi “þetta ferli skemmir ekki ósónlagið og spyrnir reyndar við gróðurhúsaáhrifum”.
Að svo mæltu, tóku kapparnir undir sig stökk (Formúli þó ívíð glæsilegra með þreföldum kollhnís), inn í iður ginnungagapsins. Andartak þyrluðust þeir um í tíma og rúmi, en lentu síðan mjúklega í miðri hjörð af dverglamadýrum sem styggðust við þessa óvæntu heimsókn.
- “Hvárt mun þessar rollur vera eður ei?” Skjöldur brölti á fætur og starði ringlaður á eftir fældum lamadýrunum.
Formúli dustaði af sér mesta rykið og rýndi á FORvitann, sem staðfesti að þeir voru á réttum stað á réttum tíma.
- “Við erum komnir á slóðina” sagði Formúli og skimaði kringum sig í skógi vöxnu rjóðrinu. Þeir félagar fengu ekki mikið svigrúm til að átta sig á aðstæðum því skyndilega bárust mikil læti og heróp, “húlíhúlíhúúúúúúú”, innan úr skóginum allt í kringum rjóðrið.
Formúli þekkti strax þessi hljóð, þetta voru stríðsöskrin í hinum fornu Maya indíánum. Þetta annars friðelskandi fólk sem hann vissi allt um úr sögubókunum (og hann hafði reyndar skrifað nokkrar bækur sjálfur um lífsvenjur þeirra), birtist nú allt í kringum Formúla og Skjöld og var allt annað en frýnilegt að sjá. Súkkulaðið lak út úr munnvikum þeirra og gulir páskaungar voru komnir í hár þeirra í stað hefðbundins höfuðskrauts.
Mayarnir höfðu fljótlega umkringt þá félaga og gláptu á þá grimmum glyrnum. Þeir virtust um hálfum sentimetra lægri að meðalhæð en Formúli hafði hugsað sér þá. Skyndilega tók einn þeirra sig út úr hópnum og nálgaðist Formúla með sólskinsbros á vör. Hann hélt á einhverju í höndum sér sem líktist bor. Formúli endurgalt ósjálfrátt bros Mayans og þegar borinn var réttur að honum þá þakkaði hann kærlega fyrir sig. Það var ekki fyrr en hann sá illyrmislegt glottið sem skreið yfir andlit Mayans vingjarnlega, þ.e. glottið sem skreið vingjarnlega yfir andlit Mayans illyrmislega, að honum varð ljóst að þeir höfðu nýtt sér grandaleysi hans. Borinn hrökk í gang og áður en Formúli gat svo mikið sem diffrað fjögur þúsund erfið dæmi og sannað setningu Fermats með vinstri og afsannað með hægri, þá byrjuðu vel þjálfaðar mjaðmir hans að vinda upp á sig og skakast ógurlega.
- “Þetta er greinilega húllabelgjabor" (tryggir lesendur Formúla muna að sjálfsögðu eftir Heilabylgjubúri Dr. Krankensteins í jólaævintýrinu) æpti Formúli og snerist allur og tjúttaði uns hann tók að svima og að lokum féll hann í ringlunnar ómegin. Það síðasta sem hann skynjaði voru beinhvítar tennur Mayanna (Formúli tók þó eftir örlitlum tannstein í einum þeirra) sem skelltust í hatrömmum hlátri.
fortsættes amanhã...
- Ætla ógöngur Formúla engan endi að taka?
- Stenst Skjöldur árás Mayanna eða fellur hann í hendur þeirra líka?
- Fæst mysa í Maya-ríki?
- Beygist Maya eins og Maja?
- Lagar Formúli tannsteinsvandamál Mayanna? En Maju?
- Hver er þessi Maja?
- Kemst Benni til Agureyris í dag? Kemur hann aftur til baka?
- Lýkur sögunni fyrir páska?
- Er þetta byggt á sannsögulegum atburðum?
Svörin við þessum spurningum fást í Bónusi á sértilboði með Cadbury's súkkulaði og Pascual júgúrð (beygist eins og afurð)
Thursday, March 21
Páskaháski - Kafli 4
Aðaltorg Engraóbótamannabæjar iðaði af lífi. Fjölmenni var þar samankomið til að fagna afhjúpun á sérhönnuðu og risavöxnu páskaeggi, því stærsta og bragðbesta í sögu bæjarins frá upphafi. Egginu hafði verið komið fyrir á miðju torginu á sérsmíðuðum palli og hafði gríðarstór skarlatsrauð silkislæða verið strengd yfir eggið til að hylja það sjónum áhorfenda.
Á meðan lúðrasveitin Lúðrasveitin lék létta páskasyrpu í tilefni dagsins, hafði bæjarstjórnin, með Justin Case bæjarstjóra í broddi fylkingar, komið sér fyrir á upphækkuðum ræðupallinum skammt frá. Í ljósi vofeiflegra atburða fyrr um morguninn, þar sem ófrýnilegur gestur hafði látið heilan herskara af fólki, ásamt vasaútgáfu af risaegginu, hverfa í beinni sjónvarpsútsendingu barnatímans, ríkti sérkennilega þvinguð stemmning á þessum helsta hátíðisdegi bæjarins.
- “Herra bæjarstjóri! Hvað viltu segja um atburði morgunsins?” Snápur fréttamaður (sem yfirleitt var uppnefndur frétta-Snápur, nema þegar þegar hann var í baði, þá var hann alltaf kallaður Sápur), hafði rutt sér leið gegnum mannþröngina og beindi hljóðnemanum að Justin Case bæjarstjóra. “Eigum við höggi við stórhættulega páskaglæpamenn? Páskaháskagengið?”
Bæjarstjórinn bandaði höndinni frá sér eins og spurning fréttamannsins væri ekki aðeins kjánaleg heldur jafn fráleit og að sporöskjulaga súkkulaðimolar gætu tekið upp á því eins og af sjálfsdáðum að hverfa sporlaust í bláleitum eldglæringum og einu púffi. - Sem var kannski ekki svo fráleitt, þegar öllu var á botninn hvolft. Justin Case fann hvernig svitinn perlaði á enni sínu og hvernig óljós kvíðatilfinning læsti um sig í maganum (hann hefði betur sleppt Burritos Locos í morgunmatnum), en hann tók sig saman í andlitinu, ræskti sig og bjó sig undir að svara spurningunni af kænsku og festu leiðtogans. Hann var nú ekki bæjarstjórinn fyrir ekki neitt.
- “Uuuuuuuuuu, tjaaa, ummmmm, úffff, skoooo, héddna, uuuuuu, aaa, ííí, fuff,jaaa, tjaa, ummmmml, úffff, skoooo, hérna, japl, uhh, jaml, uuhhh, fuður, uuuuuu, aaa, ííí, fuff,aaa, tjaa, eeeeeh, uuuuuu, fuff, meee, mööö, gaggalagó” umlaði Justin óstyrkur.
Jú annars. Hann VAR bæjarstjórinn fyrir ekki neitt. Það reyndi bara aldrei raunverulega á hann því í raun réttri var það Formúli sem tryggði bæjarbúum friðsæld, efnahagslegan framgang, andlega vellíðan og líkamleg gæði ásamt því að leysa úr öllum vanda sem hugsanlega gat upp komið. Og það var einmitt Formúli sem kom bæjarstjóranum til bjargar í áleitnu spurningaflóði frétta-Snáps.
- “Herra Snápur” Formúli steig öryggið uppmálað inn á milli hljóðnemans og Justins. “Þú verður að afsaka bæjarstjórann, hann á erfitt með að tjá sig núna vegna … nýju gervitannanna, þú skilur”.
- “Ó, já” Snápur brosti skilningsríkur. Formúli hafði alltaf kunnað lagið á fréttamönnunum enda hélt hann öll blaðamennskunámskeið bæjarins til að tryggja hlutlausa fréttamennsku og sigta út óheiðarlega blaðamenn.
- “Ég get fullvissað þig Snápur að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja öryggi bæjarbúa” Formúli benti á vaskt lið öryggisvarða sem umkringt hafði torgið og horfðu hvasseygir á hvern þann sem nálgaðist risaeggið of mikið. Auk þess var þéttriðið net úr FORhertri títaníum blöndu strengt yfir torgið til að forða hugsanlegri árás úr lofti.
- “En hvað eruð þið að gera til að finna Snoppufríði, barnakórinn og minni smiðinn” spurði Snápur ákafur “og hver er maðurinn í víkingabúningnum með háfinn?”
“Jú, sjáðu til Snápur, maðurinn með háfinn er auðvitað fornvinur minn og heiðursvíkingurinn Skjöldur Varðan sem hrellt hefur margan hrappinn með atgeir sínum Fantasíunni.”
Að þessum orðum mæltum, steig Skjöldur eitt skref fram á við, hristi Fantasíuna og kvað þungum og karlmannlegum rómi:
Hef nú stund að staldra
stríðum fákum ríðum
Maðr er munað skyldi
mör er fita fögur
Form er fagur úli
feikn góður að reikna
Tímó ljótur teus
skjótt mun enda þróttur
- “Þú ert skáldmæltur að venju, kæri vin” mælti Formúli og hóf þegar útlistanir á kenningum sínum um nýliðna atburði.
- “Það er kenning mín að hrappur að nafni Tímóteus illi hafi átt sök á fólskulegu páskaeggjaráninu. Tímóteus hefur ætíð verið hugfanginn af tímafræðilegum vandamálum og súkkulaði. Samkvæmt ítarlegum rannsóknum mínum, hefur Tímóteus skurkað sig í gegnum kviklegan rofstað inn á fróðbraut tímasamfellunnar og með stafrænum ígildisbruna hefur honum tekist að búa til flaumrænan flekk sem hann hefur nýtt sér við að tilflytja fólk og páskaegg í tíma”.
Snápur missti hökuna niður á nafla. Hann átti ekki orð yfir snilligáfu, djúpstæða tækniþekkingu og tungumálakunnáttu Formúla, jafnvel þó að Snápur hefði ekki skilið orð af því sem Formúli sagði. Öðru máli gegndi um Skjöld Varðan.
- “Hvárt mun mörður þessi hafa notað fágunarsundurgreiningu eða formgerðarleg mynsturskennsl við greiningu á svikageiranum? Þessi Svika-Geiri.” Skjöldur kímdi yfir eigin glettni.
- “En auðvitað þurfum við að vita hvert, eða réttara sagt hvenær” áréttaði Formúli “við þurfum að beita aftursýnum rakningi við þessa atburðakveikju”.
Justin Case, sem hafði fylgst með útskýringum Formúla af fullkomnu skilningsleysi, tók nú að ókyrrast og líta á klukku sína. Komið var að þeirri stund þegar formleg afhjúpun risaeggsins skyldi hefjast. Formúli hafði hins vegar ekki lokið máli sínu.
- “Það vill svo heppilega til að ég hef verið að fullvinna lokaverkefni mitt í tímatalsfræði Ofurhetjuakademíunnar, sem ég kenni reyndar sjálfur, en það er svonefndur FORtíðahringur sem er einföld tímavél. Enn eru nokkrir gallar á vélinni, eins og t.a.m. ófyrirséð geðvonska í konum sem setja upp tíðahringinn og eins hefur reynst erfitt að fínstilla hringinn nákvæmlega á vistfengjanlegan hátt þannig að nákvæm tímagreining fáist. Til þess vantar mig svokallaða tímasýru sem ég er ekki búinn að finna upp ennþá.”
- “Ha, tímasíru?” umlaði Snápur skilningsvana.
- “Nei, tímasýru, með ypsiloni” leiðrétti Formúli. “Hún er nauðsynleg til að…”
Í þessu heyrðist ýlfur í hátalarkerfinu og miklir skruðningar fylgdu í kjölfarið. Skyndilega barst hrjúf rödd að því er virtist innan úr páskaegginu sem endurómaði í risavöxnum hátölurunum.
- “Enn sný ég til baka og ræni súkkulaði beint undan nefi ykkar, fávísu þorpsbúar. Vona að ykkur sé sama. HAR, HAR, HAR”. Loftið skalf af einkar illmannlegri og hrjúfri röddu illmennisins. “Búið ykkur undir að læra Yucatec og Quiché! HAR HAR HAR”.
Með þessum orðum hvarf súkkulaðipáskaeggið, súkkulaðipáskaeggjapallurinn og súkkulaðipáskaeggjapallsvegavinnuverkfærageymsluskúrinn í bláum eldglæringum. Stærri smiðurinn, sem hafði verið að vinna við uppsetningu á páskaeggjapallinum og hlusta á Snoppufríði kórstjóra í vasadiskóinu sínu, hafði misst af herlegheitunum öllum og var svo óheppinn að vera með hægri fótinn inni í bláglæringsbjarmanum. Við þetta atvik skrapp fóturinn á honum saman, allir æðahnútarnir hurfu og skóstærð hans varð skyndilega 29 á þessum fæti. Eftir þetta var hann ætíð kallaður “Stærri smiðurinn með minni fótinn”.
Formúli og Skjöldur litu yfir brostin andlit barnanna allt í kring. Munnvik Skjaldar herptust eilítið.
- “Eigi munum við þessu una.”
fortsættes á morgun...
- Munu kapparnir una þessu?
- Er Una að muna þetta?
- Kveður Skjöldur Tímóteus í kútinn?
- Kveður Skjöldur Formúla?
- Hvert, ég meina hvenær eru páskaeggin?
Svör við allt öðru fást í Textavarpinu á síðu 674 (sem fyrir einstaka tilviljun er einmitt páskaeggjahappdrætti Þróttar).
Aðaltorg Engraóbótamannabæjar iðaði af lífi. Fjölmenni var þar samankomið til að fagna afhjúpun á sérhönnuðu og risavöxnu páskaeggi, því stærsta og bragðbesta í sögu bæjarins frá upphafi. Egginu hafði verið komið fyrir á miðju torginu á sérsmíðuðum palli og hafði gríðarstór skarlatsrauð silkislæða verið strengd yfir eggið til að hylja það sjónum áhorfenda.
Á meðan lúðrasveitin Lúðrasveitin lék létta páskasyrpu í tilefni dagsins, hafði bæjarstjórnin, með Justin Case bæjarstjóra í broddi fylkingar, komið sér fyrir á upphækkuðum ræðupallinum skammt frá. Í ljósi vofeiflegra atburða fyrr um morguninn, þar sem ófrýnilegur gestur hafði látið heilan herskara af fólki, ásamt vasaútgáfu af risaegginu, hverfa í beinni sjónvarpsútsendingu barnatímans, ríkti sérkennilega þvinguð stemmning á þessum helsta hátíðisdegi bæjarins.
- “Herra bæjarstjóri! Hvað viltu segja um atburði morgunsins?” Snápur fréttamaður (sem yfirleitt var uppnefndur frétta-Snápur, nema þegar þegar hann var í baði, þá var hann alltaf kallaður Sápur), hafði rutt sér leið gegnum mannþröngina og beindi hljóðnemanum að Justin Case bæjarstjóra. “Eigum við höggi við stórhættulega páskaglæpamenn? Páskaháskagengið?”
Bæjarstjórinn bandaði höndinni frá sér eins og spurning fréttamannsins væri ekki aðeins kjánaleg heldur jafn fráleit og að sporöskjulaga súkkulaðimolar gætu tekið upp á því eins og af sjálfsdáðum að hverfa sporlaust í bláleitum eldglæringum og einu púffi. - Sem var kannski ekki svo fráleitt, þegar öllu var á botninn hvolft. Justin Case fann hvernig svitinn perlaði á enni sínu og hvernig óljós kvíðatilfinning læsti um sig í maganum (hann hefði betur sleppt Burritos Locos í morgunmatnum), en hann tók sig saman í andlitinu, ræskti sig og bjó sig undir að svara spurningunni af kænsku og festu leiðtogans. Hann var nú ekki bæjarstjórinn fyrir ekki neitt.
- “Uuuuuuuuuu, tjaaa, ummmmm, úffff, skoooo, héddna, uuuuuu, aaa, ííí, fuff,jaaa, tjaa, ummmmml, úffff, skoooo, hérna, japl, uhh, jaml, uuhhh, fuður, uuuuuu, aaa, ííí, fuff,aaa, tjaa, eeeeeh, uuuuuu, fuff, meee, mööö, gaggalagó” umlaði Justin óstyrkur.
Jú annars. Hann VAR bæjarstjórinn fyrir ekki neitt. Það reyndi bara aldrei raunverulega á hann því í raun réttri var það Formúli sem tryggði bæjarbúum friðsæld, efnahagslegan framgang, andlega vellíðan og líkamleg gæði ásamt því að leysa úr öllum vanda sem hugsanlega gat upp komið. Og það var einmitt Formúli sem kom bæjarstjóranum til bjargar í áleitnu spurningaflóði frétta-Snáps.
- “Herra Snápur” Formúli steig öryggið uppmálað inn á milli hljóðnemans og Justins. “Þú verður að afsaka bæjarstjórann, hann á erfitt með að tjá sig núna vegna … nýju gervitannanna, þú skilur”.
- “Ó, já” Snápur brosti skilningsríkur. Formúli hafði alltaf kunnað lagið á fréttamönnunum enda hélt hann öll blaðamennskunámskeið bæjarins til að tryggja hlutlausa fréttamennsku og sigta út óheiðarlega blaðamenn.
- “Ég get fullvissað þig Snápur að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja öryggi bæjarbúa” Formúli benti á vaskt lið öryggisvarða sem umkringt hafði torgið og horfðu hvasseygir á hvern þann sem nálgaðist risaeggið of mikið. Auk þess var þéttriðið net úr FORhertri títaníum blöndu strengt yfir torgið til að forða hugsanlegri árás úr lofti.
- “En hvað eruð þið að gera til að finna Snoppufríði, barnakórinn og minni smiðinn” spurði Snápur ákafur “og hver er maðurinn í víkingabúningnum með háfinn?”
“Jú, sjáðu til Snápur, maðurinn með háfinn er auðvitað fornvinur minn og heiðursvíkingurinn Skjöldur Varðan sem hrellt hefur margan hrappinn með atgeir sínum Fantasíunni.”
Að þessum orðum mæltum, steig Skjöldur eitt skref fram á við, hristi Fantasíuna og kvað þungum og karlmannlegum rómi:
Hef nú stund að staldra
stríðum fákum ríðum
Maðr er munað skyldi
mör er fita fögur
Form er fagur úli
feikn góður að reikna
Tímó ljótur teus
skjótt mun enda þróttur
- “Þú ert skáldmæltur að venju, kæri vin” mælti Formúli og hóf þegar útlistanir á kenningum sínum um nýliðna atburði.
- “Það er kenning mín að hrappur að nafni Tímóteus illi hafi átt sök á fólskulegu páskaeggjaráninu. Tímóteus hefur ætíð verið hugfanginn af tímafræðilegum vandamálum og súkkulaði. Samkvæmt ítarlegum rannsóknum mínum, hefur Tímóteus skurkað sig í gegnum kviklegan rofstað inn á fróðbraut tímasamfellunnar og með stafrænum ígildisbruna hefur honum tekist að búa til flaumrænan flekk sem hann hefur nýtt sér við að tilflytja fólk og páskaegg í tíma”.
Snápur missti hökuna niður á nafla. Hann átti ekki orð yfir snilligáfu, djúpstæða tækniþekkingu og tungumálakunnáttu Formúla, jafnvel þó að Snápur hefði ekki skilið orð af því sem Formúli sagði. Öðru máli gegndi um Skjöld Varðan.
- “Hvárt mun mörður þessi hafa notað fágunarsundurgreiningu eða formgerðarleg mynsturskennsl við greiningu á svikageiranum? Þessi Svika-Geiri.” Skjöldur kímdi yfir eigin glettni.
- “En auðvitað þurfum við að vita hvert, eða réttara sagt hvenær” áréttaði Formúli “við þurfum að beita aftursýnum rakningi við þessa atburðakveikju”.
Justin Case, sem hafði fylgst með útskýringum Formúla af fullkomnu skilningsleysi, tók nú að ókyrrast og líta á klukku sína. Komið var að þeirri stund þegar formleg afhjúpun risaeggsins skyldi hefjast. Formúli hafði hins vegar ekki lokið máli sínu.
- “Það vill svo heppilega til að ég hef verið að fullvinna lokaverkefni mitt í tímatalsfræði Ofurhetjuakademíunnar, sem ég kenni reyndar sjálfur, en það er svonefndur FORtíðahringur sem er einföld tímavél. Enn eru nokkrir gallar á vélinni, eins og t.a.m. ófyrirséð geðvonska í konum sem setja upp tíðahringinn og eins hefur reynst erfitt að fínstilla hringinn nákvæmlega á vistfengjanlegan hátt þannig að nákvæm tímagreining fáist. Til þess vantar mig svokallaða tímasýru sem ég er ekki búinn að finna upp ennþá.”
- “Ha, tímasíru?” umlaði Snápur skilningsvana.
- “Nei, tímasýru, með ypsiloni” leiðrétti Formúli. “Hún er nauðsynleg til að…”
Í þessu heyrðist ýlfur í hátalarkerfinu og miklir skruðningar fylgdu í kjölfarið. Skyndilega barst hrjúf rödd að því er virtist innan úr páskaegginu sem endurómaði í risavöxnum hátölurunum.
- “Enn sný ég til baka og ræni súkkulaði beint undan nefi ykkar, fávísu þorpsbúar. Vona að ykkur sé sama. HAR, HAR, HAR”. Loftið skalf af einkar illmannlegri og hrjúfri röddu illmennisins. “Búið ykkur undir að læra Yucatec og Quiché! HAR HAR HAR”.
Með þessum orðum hvarf súkkulaðipáskaeggið, súkkulaðipáskaeggjapallurinn og súkkulaðipáskaeggjapallsvegavinnuverkfærageymsluskúrinn í bláum eldglæringum. Stærri smiðurinn, sem hafði verið að vinna við uppsetningu á páskaeggjapallinum og hlusta á Snoppufríði kórstjóra í vasadiskóinu sínu, hafði misst af herlegheitunum öllum og var svo óheppinn að vera með hægri fótinn inni í bláglæringsbjarmanum. Við þetta atvik skrapp fóturinn á honum saman, allir æðahnútarnir hurfu og skóstærð hans varð skyndilega 29 á þessum fæti. Eftir þetta var hann ætíð kallaður “Stærri smiðurinn með minni fótinn”.
Formúli og Skjöldur litu yfir brostin andlit barnanna allt í kring. Munnvik Skjaldar herptust eilítið.
- “Eigi munum við þessu una.”
fortsættes á morgun...
- Munu kapparnir una þessu?
- Er Una að muna þetta?
- Kveður Skjöldur Tímóteus í kútinn?
- Kveður Skjöldur Formúla?
- Hvert, ég meina hvenær eru páskaeggin?
Svör við allt öðru fást í Textavarpinu á síðu 674 (sem fyrir einstaka tilviljun er einmitt páskaeggjahappdrætti Þróttar).
Wednesday, March 20
Páskaháski - Kafli 3
Á bæjarstjórnaskrifstofu Engraóbótamannabæjar ríkti upplausnarástand. Eftir að fréttir bárust af dularfullu hvarfi Geira Súkk forstjóra súkkulaðiverksmiðjunnar og allra páskaeggjanna, vissu bæjarráðsmenn vart sitt rjúkandi ráð. Hvernig áttu þeir að útskýra þennan skelfilega atburð fyrir börnunum sem biðu spennt eftir fyrstu súkkulaðieggjunum úr nýju verksmiðjunni sem þeir, fulltrúar bæjarbúa, báru beint og óbeint ábyrgð á? Það voru ekki nema rúmir þrír klukkutímar þar til páskaathöfnin hæfist á aðaltorginu og það væri heldur aum hátíð án súkkulaðieggjana. Bæjarstjórnin hafði skoðað málið frá ýmsum hliðum og menn voru helst á því að fyrst forstjóri súkkulaðiverksmiðjunnar væri líka horfinn þá hefði hann sjálfur stolið allri framleiðslunni, enda væri hann eini starfsmaður fyrirtækisins sem hefði óskorðaðan aðgang að verksmiðjunni.
- "Það hefur verið Geiri Súkk, ég er alveg viss um það!" Runólfur gjaldkeri barði í borðið. "Hann á sér vafasama fortíð í peningamálum, og ég veit allt um það!" “Hér er ekkert á reiki um sekt hans.” Hann brosti áhugasamur til ungfrú Ljósku sem hann þráði á laun og reyndi allt sem hann gat til að vekja áhuga hennar. Hann vissi að hún dáðist að titli hans sem reikimeistara og notaði hvert tækifæri sem gafst til að koma orðinu reiki að. “Munið samt að reykingar eru ekki leyfðar í húsinu, annars fer reykskynjarinn af stað og við neyðumst til að flýja til næstu reikistjörnu, reykspólandi”
- "Svona nú, Gúnki minn" svaraði Justin bæjarstjóri róandi röddu "við vitum ekkegt um þag ennþá, hvogt það hefug vegið Geigi sem stal eggjunum, við skulum baga bíða eftig Fogmúla..."
Í þessum svifum opnaðist hurðinn inn í fundarsal bæjarstjórnar og Formúli stikaði inn öruggum skrefum.
- "Góðan daginn herrar mínir" Formúli talaði hratt og var greinilega mikið niðri fyrir. Þrátt fyrir það var hann yfirvegaður og framsögn hans óaðfinnanleg, sérstaklega þó á önghljóðunum. Það kom viðstöddum raunar ekki á óvart þar sem Formúli hafði sigrað á Önghljóðaleikunum undanfarin 16 ár. "Þið afsakið hvað ég kem seint en ég kom við í súkkulaðiverksmiðjunni, til að kanna verksummerki þið skiljið. Að svo stöddu er fátt eða ekkert sem rennir stoðum undir ásakanir gjaldkerans um að Geirharður forstjóri hafi sjálfur átt þátt í ráninu, að minnsta kosti ekki sjálfviljugur.
Runólfur gjaldkeri roðnaði og horfði skömmustulegur í gaupnir sér. Með ofurheyrn sinni hafði Formúli greinilega heyrt allt sem fram fór inní fundarsalnum eftir að Formúli kom inn í bygginguna.
- "Staðreyndir málsins eru þessar." Formúli ræskti sig örlítið. "Geirharður forstjóri hefur komið til verksmiðjunnar á bílnum sínum snemma í morgun, líklega á milli klukkan 6:03 og 6:04 af hita bílvélarinnar að dæma. Hann hefur síðan gengið í gegnum vinnslusalinn og inn á lagerinn án þess að snerta nokkuð. Síðan fór hann inn á skrifstofuna og þar beið ókunnugur maður eftir honum, líklega útlendingur því ég fann þræði úr jakkafötum og eru þeir úr efni sem ekki eru notað hér á landi við fatasaum. “Reyndar vakti það furðu mína”, sagði Formúli hugsi, “að trefjar efnisins virðast vera af dverglamadýrum sem dóu út seint á 9.öld.” Formúli hikaði augnablik en hélt síðan áfram: “En hvað um það, síðan kom þar að þriðji maðurinn og einhverjar ryskingar hófust."
Undrunarkliður fór um fundarsalinn því fundarmenn áttu bágt með að trúa þessari ótrúlegu framvindu mála.
- "Það furðulegasta við þetta mál er..." Formúli gerði hlé á máli sínu og starði hugsandi á svip framan í fundarmenn "...er að ég fann engin ummerki þess að páskaeggin á lagernum hefðu verið hreyfð úr stað. Rennihurðin út í portið hafði ekki verið hreyfð og engin merki voru um að eggin hefðu verið borin með öðrum hætti. Það er engu líkara en að eggin, og mennirnir þrír hafi gufað upp með einhverjum illskýranlegum hætti."
Formúli varð hugsi í örfáar nanósekúndur en síðan birti skyndilega yfir karlmannlegu andliti hans.
- "Fljótt" skipaði Formúli, "hvar eru skilaboðin sem bárust á minnismiðanum í morgun?"
Justin Case rótaði í blöðunum á borði sínu en rétti Formúla síðan snjáðan pappírssnepil.
- "Minnismiði" las Formúli "Tími kominn til að horfa á minni smiðinn!" Formúli leit á úrið sitt. "Minni smiðurinn. Ef mér skjátlast ekki herrar mínir, og satt best að segja skjátlast mér afar sjaldan, þá er hér átt við ákveðna persónu í einum vinsælasta barnaþætti sjónvarpsins um þessar mundir. Í þessum þætti er reynt að auka áhuga barnanna á iðnstörfum og fastagestir í þættinum eru tveir smiðir sem vegna áberandi stærðarmuns ganga einfaldlega undir nöfnunum stærri smiðurinn og minni smiðurinn."
- “Og hvag eigum við að gega?” spurði Justin bæjarstjóri forviða. Hann hafði verið svo önnum kafinn að hann hafði steingleymt að hann var að máta nýjar gervitennur sem pössuðu honum illa. Hann reif þær út úr sér. "Og hvernig kemur það þessu máli við?". Framburðarkennsla Formúla hafði verið óaðfinnanleg og Justin talaði nú lýtalaust.
- "Vegna þess að eimitt á þessari stundu..." Formúli leit á úrið sitt "stendur yfir sérstök páskaútgáfa barnaþáttarins þar sem minni smiðurinn á að smíða pall undir stærðarinnar páskaegg sem á að afhjúpa í sjónvarpssal; eins konar smækkuð útgáfa af hátíðarhöldunum á aðaltorginu seinna í dag."
Formúli þreif sjónvarpsfjarstýringu af borðinu og kveikti á sjónvarpi bæjarstjórnar sem notað var til afþreyingar þegar stjórnin hafði ekkert að ræða. Sem var oftast, því Formúli leysti yfirleitt öll vandamál og viðfangsefni sem upp komu áður en þau komu upp. (Af einhverjum ástæðum var tækið einmitt stillt á barnarásina. Runólfur roðnaði eilítið.) Það stóð heima, minni smiðurinn var að ljúka við klaufalegar lagfæringar á pallinum undir páskaegginu sem enn var hulið sjónum. Hinn snoppufríði kórstjóri barnakórsins, ungfrú Snoppufríð kórstjóri, var að stjórna flutningi á þekktu barnalagi. Eftir andartak skyldi eggið afhjúpað í beinni útsendingu.
- "En ég er hræddur um að á minnismiðanum um minni smiðinn" byrjaði Formúli áhyggjufullri röddu, "sé einnig átt við aðra, og langt í frá eins geðfellda persónu."
- "Hvernig má það vera?" spurði Runólfur undrandi. Eins og sönnum gjaldkera sæmir var Runólfur búinn að skoða minnismiðann gaumgæfilega og gat engan veginn skilið hvernig hægt var að svona margar persónur útúr jafn stuttri orðsendingu.
Formúli starði með athygli á það sem fram fór á skjánum og þuldi upp skýringuna annars hugar. Á meðan var páskaeggið í sjónvarpsalnum afhjúpað við mikinn fögnuð barnanna og minni smiðsins.
- "Rithöndin á miðanum og rafsegulvirknin á páskaeggjalagernum rennir stoðum undir þá kenningu að með orðinu Tími sé ekki aðeins átt við tíma eins og við þekkjum hann, heldur einnig gælunafn á glæpamanni sem betur er þekktur undir nafninu prófessor Tímóteus illi (les ídli en ekki illi), skammstafað T.illi. Tímóteus er kominn til að horfa á minni smiðinn."
- "En hver er þessi Tímóteus eiginlega?" Justin Case fórnaði höndunum og var greinilega hættur að botna nokkurn skapaðan hlut í framvindu mála.
- "Tímóteus er… nákvæmlega þessi þarna." Formúli benti á sjónvarpsskjáinn.
Á miðju gólfinu í sjónvarpssal hafði skyndilega birst illúðlegur karl, rétt framan við páskaeggið. Hann geiflaði sig ógurlega, fetti sig og bretti líkt og hann væri að nýta sér það tækifæri sem hann hafði fyrir framan myndatökuvélarnar til fullnustu. Slegið hafði algerri þögn á börnin og umsjónarmenn þáttarins sem greinilega voru jafn furðu lostin yfir tilkomu óboðna gestsins og bæjarstjórnarmeðlimirnir sem góndu á viðtækið sitt. Gesturinn gekk nokkur skref í átt að myndavélinni og stanzaði ekki fyrr en grettið andlitið fyllti sjónvarpsskjáinn.
- "Tími er kominn..." urraði gesturinn djúpri röddu. "ÉG er kominn til þess að horfa á minni smiðinn og til þess að fá lánað svo sem eitt stykki páskaegg í yfirstærð!" Gesturinn steig eitt skref til baka og benti á fallega barnapáskaeggið með gula unganum. "Ég vona að ykkur sé sama, HAR, HAR, HAR, þið hafið þó alltaf stærsta páskáeggið á torginu, er það ekki? HAR, HAR, HAR!"
- "Maðuginn eg vitskegtur!" Bæjarstjórinn fórnaði höndum. Hann hafði steingleymt hversu illa nýju gervitennurnar pössuðu honum í öllum æsingnum.
Gesturinn sveiflaðist um sviðið líkt og viti sínu fjær. Ókennilegur reykur gaus skyndilega upp og rafmagnstruflanir urðu á útsendingunni. Mikil skelfing greip um sig meðal barnanna sem reyndu að forða sér út úr þeim sérkennlega hvirfilvind sem umlukti sviðið. Óreiðan á sviðin jókst stig af stigi. Hvirfilvindurinn þeytti öllu lauslegu sífellt hraðar og hraðar í hringi og bláar eldglæringar fylltu skjáinn. Skyndilega var eins og hvirfilbylurinn þjappaðist saman á einn lítinn punkt og í einu púffi hvarf allt sporlaust í beinni útsendingu; Tímóteus, páskaeggið, minni smiðurinn, Snoppufríð og barnakórinn.
fortsættes morgen...
- Hvaða mælieining er "púff"?
- Er Snoppufríð jafn snoppufríð og af er látið, eða fór hún í lýtaaðgerð?
- Hvert hvarf Tímóteus, a.k.a. T.illi, eiginlega með páskaeggið, minni smiðinn, Snoppufríði og barnakórinn?
- Finnur Runólfur reikimeistari gloppuna í þessu? Er gloppa í þessu?
- Mun Justin losa sig við hreiminn eða bara láta laga nýju gervitennurnar?
- Er Elvis á lífi?
Svör við þessu og kannski einhverju öðru fást e.t.v. stundum á morgun...eða hinn...
Á bæjarstjórnaskrifstofu Engraóbótamannabæjar ríkti upplausnarástand. Eftir að fréttir bárust af dularfullu hvarfi Geira Súkk forstjóra súkkulaðiverksmiðjunnar og allra páskaeggjanna, vissu bæjarráðsmenn vart sitt rjúkandi ráð. Hvernig áttu þeir að útskýra þennan skelfilega atburð fyrir börnunum sem biðu spennt eftir fyrstu súkkulaðieggjunum úr nýju verksmiðjunni sem þeir, fulltrúar bæjarbúa, báru beint og óbeint ábyrgð á? Það voru ekki nema rúmir þrír klukkutímar þar til páskaathöfnin hæfist á aðaltorginu og það væri heldur aum hátíð án súkkulaðieggjana. Bæjarstjórnin hafði skoðað málið frá ýmsum hliðum og menn voru helst á því að fyrst forstjóri súkkulaðiverksmiðjunnar væri líka horfinn þá hefði hann sjálfur stolið allri framleiðslunni, enda væri hann eini starfsmaður fyrirtækisins sem hefði óskorðaðan aðgang að verksmiðjunni.
- "Það hefur verið Geiri Súkk, ég er alveg viss um það!" Runólfur gjaldkeri barði í borðið. "Hann á sér vafasama fortíð í peningamálum, og ég veit allt um það!" “Hér er ekkert á reiki um sekt hans.” Hann brosti áhugasamur til ungfrú Ljósku sem hann þráði á laun og reyndi allt sem hann gat til að vekja áhuga hennar. Hann vissi að hún dáðist að titli hans sem reikimeistara og notaði hvert tækifæri sem gafst til að koma orðinu reiki að. “Munið samt að reykingar eru ekki leyfðar í húsinu, annars fer reykskynjarinn af stað og við neyðumst til að flýja til næstu reikistjörnu, reykspólandi”
- "Svona nú, Gúnki minn" svaraði Justin bæjarstjóri róandi röddu "við vitum ekkegt um þag ennþá, hvogt það hefug vegið Geigi sem stal eggjunum, við skulum baga bíða eftig Fogmúla..."
Í þessum svifum opnaðist hurðinn inn í fundarsal bæjarstjórnar og Formúli stikaði inn öruggum skrefum.
- "Góðan daginn herrar mínir" Formúli talaði hratt og var greinilega mikið niðri fyrir. Þrátt fyrir það var hann yfirvegaður og framsögn hans óaðfinnanleg, sérstaklega þó á önghljóðunum. Það kom viðstöddum raunar ekki á óvart þar sem Formúli hafði sigrað á Önghljóðaleikunum undanfarin 16 ár. "Þið afsakið hvað ég kem seint en ég kom við í súkkulaðiverksmiðjunni, til að kanna verksummerki þið skiljið. Að svo stöddu er fátt eða ekkert sem rennir stoðum undir ásakanir gjaldkerans um að Geirharður forstjóri hafi sjálfur átt þátt í ráninu, að minnsta kosti ekki sjálfviljugur.
Runólfur gjaldkeri roðnaði og horfði skömmustulegur í gaupnir sér. Með ofurheyrn sinni hafði Formúli greinilega heyrt allt sem fram fór inní fundarsalnum eftir að Formúli kom inn í bygginguna.
- "Staðreyndir málsins eru þessar." Formúli ræskti sig örlítið. "Geirharður forstjóri hefur komið til verksmiðjunnar á bílnum sínum snemma í morgun, líklega á milli klukkan 6:03 og 6:04 af hita bílvélarinnar að dæma. Hann hefur síðan gengið í gegnum vinnslusalinn og inn á lagerinn án þess að snerta nokkuð. Síðan fór hann inn á skrifstofuna og þar beið ókunnugur maður eftir honum, líklega útlendingur því ég fann þræði úr jakkafötum og eru þeir úr efni sem ekki eru notað hér á landi við fatasaum. “Reyndar vakti það furðu mína”, sagði Formúli hugsi, “að trefjar efnisins virðast vera af dverglamadýrum sem dóu út seint á 9.öld.” Formúli hikaði augnablik en hélt síðan áfram: “En hvað um það, síðan kom þar að þriðji maðurinn og einhverjar ryskingar hófust."
Undrunarkliður fór um fundarsalinn því fundarmenn áttu bágt með að trúa þessari ótrúlegu framvindu mála.
- "Það furðulegasta við þetta mál er..." Formúli gerði hlé á máli sínu og starði hugsandi á svip framan í fundarmenn "...er að ég fann engin ummerki þess að páskaeggin á lagernum hefðu verið hreyfð úr stað. Rennihurðin út í portið hafði ekki verið hreyfð og engin merki voru um að eggin hefðu verið borin með öðrum hætti. Það er engu líkara en að eggin, og mennirnir þrír hafi gufað upp með einhverjum illskýranlegum hætti."
Formúli varð hugsi í örfáar nanósekúndur en síðan birti skyndilega yfir karlmannlegu andliti hans.
- "Fljótt" skipaði Formúli, "hvar eru skilaboðin sem bárust á minnismiðanum í morgun?"
Justin Case rótaði í blöðunum á borði sínu en rétti Formúla síðan snjáðan pappírssnepil.
- "Minnismiði" las Formúli "Tími kominn til að horfa á minni smiðinn!" Formúli leit á úrið sitt. "Minni smiðurinn. Ef mér skjátlast ekki herrar mínir, og satt best að segja skjátlast mér afar sjaldan, þá er hér átt við ákveðna persónu í einum vinsælasta barnaþætti sjónvarpsins um þessar mundir. Í þessum þætti er reynt að auka áhuga barnanna á iðnstörfum og fastagestir í þættinum eru tveir smiðir sem vegna áberandi stærðarmuns ganga einfaldlega undir nöfnunum stærri smiðurinn og minni smiðurinn."
- “Og hvag eigum við að gega?” spurði Justin bæjarstjóri forviða. Hann hafði verið svo önnum kafinn að hann hafði steingleymt að hann var að máta nýjar gervitennur sem pössuðu honum illa. Hann reif þær út úr sér. "Og hvernig kemur það þessu máli við?". Framburðarkennsla Formúla hafði verið óaðfinnanleg og Justin talaði nú lýtalaust.
- "Vegna þess að eimitt á þessari stundu..." Formúli leit á úrið sitt "stendur yfir sérstök páskaútgáfa barnaþáttarins þar sem minni smiðurinn á að smíða pall undir stærðarinnar páskaegg sem á að afhjúpa í sjónvarpssal; eins konar smækkuð útgáfa af hátíðarhöldunum á aðaltorginu seinna í dag."
Formúli þreif sjónvarpsfjarstýringu af borðinu og kveikti á sjónvarpi bæjarstjórnar sem notað var til afþreyingar þegar stjórnin hafði ekkert að ræða. Sem var oftast, því Formúli leysti yfirleitt öll vandamál og viðfangsefni sem upp komu áður en þau komu upp. (Af einhverjum ástæðum var tækið einmitt stillt á barnarásina. Runólfur roðnaði eilítið.) Það stóð heima, minni smiðurinn var að ljúka við klaufalegar lagfæringar á pallinum undir páskaegginu sem enn var hulið sjónum. Hinn snoppufríði kórstjóri barnakórsins, ungfrú Snoppufríð kórstjóri, var að stjórna flutningi á þekktu barnalagi. Eftir andartak skyldi eggið afhjúpað í beinni útsendingu.
- "En ég er hræddur um að á minnismiðanum um minni smiðinn" byrjaði Formúli áhyggjufullri röddu, "sé einnig átt við aðra, og langt í frá eins geðfellda persónu."
- "Hvernig má það vera?" spurði Runólfur undrandi. Eins og sönnum gjaldkera sæmir var Runólfur búinn að skoða minnismiðann gaumgæfilega og gat engan veginn skilið hvernig hægt var að svona margar persónur útúr jafn stuttri orðsendingu.
Formúli starði með athygli á það sem fram fór á skjánum og þuldi upp skýringuna annars hugar. Á meðan var páskaeggið í sjónvarpsalnum afhjúpað við mikinn fögnuð barnanna og minni smiðsins.
- "Rithöndin á miðanum og rafsegulvirknin á páskaeggjalagernum rennir stoðum undir þá kenningu að með orðinu Tími sé ekki aðeins átt við tíma eins og við þekkjum hann, heldur einnig gælunafn á glæpamanni sem betur er þekktur undir nafninu prófessor Tímóteus illi (les ídli en ekki illi), skammstafað T.illi. Tímóteus er kominn til að horfa á minni smiðinn."
- "En hver er þessi Tímóteus eiginlega?" Justin Case fórnaði höndunum og var greinilega hættur að botna nokkurn skapaðan hlut í framvindu mála.
- "Tímóteus er… nákvæmlega þessi þarna." Formúli benti á sjónvarpsskjáinn.
Á miðju gólfinu í sjónvarpssal hafði skyndilega birst illúðlegur karl, rétt framan við páskaeggið. Hann geiflaði sig ógurlega, fetti sig og bretti líkt og hann væri að nýta sér það tækifæri sem hann hafði fyrir framan myndatökuvélarnar til fullnustu. Slegið hafði algerri þögn á börnin og umsjónarmenn þáttarins sem greinilega voru jafn furðu lostin yfir tilkomu óboðna gestsins og bæjarstjórnarmeðlimirnir sem góndu á viðtækið sitt. Gesturinn gekk nokkur skref í átt að myndavélinni og stanzaði ekki fyrr en grettið andlitið fyllti sjónvarpsskjáinn.
- "Tími er kominn..." urraði gesturinn djúpri röddu. "ÉG er kominn til þess að horfa á minni smiðinn og til þess að fá lánað svo sem eitt stykki páskaegg í yfirstærð!" Gesturinn steig eitt skref til baka og benti á fallega barnapáskaeggið með gula unganum. "Ég vona að ykkur sé sama, HAR, HAR, HAR, þið hafið þó alltaf stærsta páskáeggið á torginu, er það ekki? HAR, HAR, HAR!"
- "Maðuginn eg vitskegtur!" Bæjarstjórinn fórnaði höndum. Hann hafði steingleymt hversu illa nýju gervitennurnar pössuðu honum í öllum æsingnum.
Gesturinn sveiflaðist um sviðið líkt og viti sínu fjær. Ókennilegur reykur gaus skyndilega upp og rafmagnstruflanir urðu á útsendingunni. Mikil skelfing greip um sig meðal barnanna sem reyndu að forða sér út úr þeim sérkennlega hvirfilvind sem umlukti sviðið. Óreiðan á sviðin jókst stig af stigi. Hvirfilvindurinn þeytti öllu lauslegu sífellt hraðar og hraðar í hringi og bláar eldglæringar fylltu skjáinn. Skyndilega var eins og hvirfilbylurinn þjappaðist saman á einn lítinn punkt og í einu púffi hvarf allt sporlaust í beinni útsendingu; Tímóteus, páskaeggið, minni smiðurinn, Snoppufríð og barnakórinn.
fortsættes morgen...
- Hvaða mælieining er "púff"?
- Er Snoppufríð jafn snoppufríð og af er látið, eða fór hún í lýtaaðgerð?
- Hvert hvarf Tímóteus, a.k.a. T.illi, eiginlega með páskaeggið, minni smiðinn, Snoppufríði og barnakórinn?
- Finnur Runólfur reikimeistari gloppuna í þessu? Er gloppa í þessu?
- Mun Justin losa sig við hreiminn eða bara láta laga nýju gervitennurnar?
- Er Elvis á lífi?
Svör við þessu og kannski einhverju öðru fást e.t.v. stundum á morgun...eða hinn...
Tuesday, March 19
Páskaháski - Kafli 2
- "Góðan og blessaðan daginn kæru íbúar Engraóbótamannabæjar! Við hér á útvarpsstöðinni XM viljum byrja daginn á því að óska ykkur gleðilegrar páskahátíðar sem, eins og allir vita, hefst opinberlega í dag!"
Útvarpið suðaði inni í eldhúsinu hjá Formúla sem hafði nýlokið við að gæða sér á Morgunkorninu og FrumSín drykknum sem var heilafrumuörvandi heilsudrykkur með appelsínubragði. Formúli hafði snúið sér að dagblöðunum 16 sem hann las öll í einu, því enginn er fljótari að lesa en Formúli. Hann lagði sérstaka áherslu á allar greinar sem tengdust páskahátíðinni á einn eða annan hátt. Formúli var í einstaklega góðu skapi þennan morgun, eins og reyndar flestir íbúar Engraóbótamannabæjar, enda var þessi dagur upphafið að mikilli hátíð í bænum.
- "Góðir hlustendur, við ætlum að byrja tónlistardagskránna á heitasta laginu um þessar mundir, nefnilega Formúlarappinu þeirra Jökuls, Hýðis og Baldurs."
Formúli leit upp frá lestri dagblaðanna og hlustaði með athygli á fyrstu rapptaktana í laginu sem tileinkað var honum. Formúli gat ekki gert að því en hann saknaði hálfpartinn skringilegra uppátækja þeirra Jökuls og Hýðis við morgunverðarborðið enda höfðu þeir kumpánar dvalið hjá Formúla í heiðarleikameðferðinni í samfleytt hálft ár. Allt þar til frammistaða þeirra við handsömun Háls Áls og félaga (sjá Hálir álar & svikabrögð) hafði gert þá og Baldur Búk að hetjum á einni nóttu, og þá var ekki að sökum að spyrja. Skyndilega varð hið sérkennilega búktalaraatriði Baldurs eitt eftirsóttasta skemmtiatriðið á almenningssamkundum, og af einstöku innsæi sínu í 'bransanum' hafði Baldur fengið þá Jökul og Hýði til liðs við sig. Úr þessu samstarfi varð til heljarinnar sýning sem fór sigurför um gervalla Melrakkasléttu og hvar sem félagarnir fóru var þeim tekið sem boðberum frumlegrar og jafnvel áður óþekktrar kímnigáfu. Baldri hafði til að mynda dottið í hug að sýna búktal með tveimur brúðum (sem hann kallaði Hökul og Jýði). Einnig voru á sýningunni töfrabrögð risans Iðýh sem meðal annars sagaði sjálfan sig í tvennt langsum, svo ekki sé minnst á Lúdó kennsluna sem fór yfirleitt fram í hléi. Hápunktur sýningarinnar var þó óumdeilanlega þegar þeir félagar sungu saman rappbraginn um ofurhetjuna og átrúnaðargoðið sitt Formúla, og hafði lagið verið eitt hið vinsælasta undanfarið á öldum ljósvakans.
...Formúli er fimur og fljótur að svara,
hann situr ekki og stynur alla daga.
Hann reiknar bara og reiknar og reiknar og reiknar,
og aldrei honum seinkar og seinkar og seinkar.
Formúli Formúli Formúli í formi,
Formúli Formúli Formúli í formi.
Formúli er bestur það er ekki nokkur vafi,
betri en nokkur prestur,já, betri en hann afi...
……
FORsíminn reif Formúla uppúr hugsunum sínum með lágværri og ákaflega
umhverfisvænni hringingu. Stutt hljóðmerki kom frá litlu tæki á hlið símans
sem almennt gekk undir nafninu FORsvarinn. Þetta litla tæki gegndi
hlutverki venjulegs símsvara með því að hljóðrita skilaboð frá þeim sem
hringdu, en Formúli hafði sjálfur bætt við ýmsum aukakostum af sinni alkunnu
snilld. Til að mynda var hægt að stilla FORsvarann þannig að tækið hringdi í
þann sem hugðist hringja í Formúla rétt áður en viðkomandi framkvæmdi
hringinguna, og sparaði þannig hringjandanum fyrirhöfnina við að velja
númerið svo og símskrefin. Að vísu hafði símreikningurinn hækkað töluvert
hjá Formúla eftir að hann hóf að nota FORsvarann, en engu að síður gat þetta
komið sér vel sem neyðarnúmer fyrir þá sem til dæmis voru í hættu staddir
nálægt almenningssíma en áttu ekki skiptimynt fyrir símtalinu....
Einnig hafði Formúli hannað tækið þannig að það sá einnig fyrir hvað viðkomandi
ætlaði að segja. Þetti gerði það að vísu að verkum að enginn nennti að hringja
lengur í Formúla en þannig sparaði hann jú mannkyninu rafmagn. Eini ókosturinn
við þetta var sá að FORhitarinn sem gekk fyrir símhringingum var hættur að hita.
Formúli ákvað með sjálfum sér að nú væri kominn tími til að breyta FORhitaranum
í gervihnattafinnara sem hann gæti lánað NASA. Þeir voru jú alltaf að týna
einhverju. Formúli brosti góðlátlega og kímdi - ja hérna hvað hann gat stundum
verið glettinn.
RRRRiiiiiiiinngggggg - umhverfisvæn hringingin setti FORhitarann af stað,
vökvaði blómin, ryksugaði teppið og sauð 4 egg. Formúla hafði að vísu aldrei
geðjast vel að eggjum, enn keypti þó alltaf 4 egg á dag í eggjasölunni
Eggjasölunni til að styrkja landbúnaðinn sem átti nú undir högg að sækja. Eggin komu sér líka vel fyrir umrenninga og flækinga sem Formúli rakst stöku sinnum á á ferðalögum sínum. Ef þeir höfðu lágt kólesteról gaf hann þeim soðið egg en annars kolvetnisbættan sellerístilk.
En FORsvarinn hafði ekki náð að sjá fyrir þessa hringingu? Hver gæti þetta verið?
Formúli lyfti varlega upp símtólinu sem var raunar þannig hannað að það styrkti
sérstaklega bakvöðvana og var einnig einstaklega bragðgott og hollt. Það gat
komið sér vel yfir yfir dyndu náttúruhamfarir þannig að almenningur kæmist ekki
til að versla og yrði að éta húsgögnin eins og ku vera algengt eftir slíka
atburði. Formúli ákvað með sjálfum sér að hér eftir skyldu öll hans tæki vera
æt. Hann hugsaði með hlýju til gamla kennarans síns í næringarfræði sem hafði
ávallt brýnt fyrir honum kosti þess að nærast vel.
- "Halló?" Hljómfögur, karlmannleg röddin var engu lík "Formúli hér!" Formúli greindi strax á bylgjulengd hljóðmerkisins að FORsvarinn hafði hringt í skrifstofur bæjarstjórnar, að öllum líkindum í símtækið hjá ritaranum, ungfrú Ljósku.
- "Ha, já, halló, guð en sú tilviljun, ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig!" ungfrú Ljóska var furðu lostin.
- "Já, komdu sæl ungfrú Ljóska" svaraði Formúli karlmannlegri en þó sérlega kurteisri og óaðfinnanlega öruggri röddu. "Hvað get ég gert fyrir þig í dag?"
- "Bæjarstjórinn vill fá þig á neyðarfund strax Formúli", svaraði ungfrú Ljóska alvarlegri röddu. "Það er út af Geira Súkk og páskaeggjahvarfinu."
- "Páskaeggjahvarfinu??" Formúli varð áhyggjufullur á svip en rödd hans og þó sérstaklega framburður önghljóða lýstu eftir sem áður óbilandi styrk og þrautsegju.
- "Og svo fengum við líka undarlega orðsendingu rétt í þessu" hélt ungfrú Ljóska áfram.
- "Hvers kyns orðsendingu?" spurði Formúli ákveðinni röddu.
- "Það var þarna, æji, minnismiðinn um minni smiðinn" svaraði ungfrú Ljóska.
- "Minnismiðinn um minnismiðinn?" Endurtók Formúli og sýndi um leið ótrúlega styrka stjórnun á augabrúnum sínum sem lyftust hárfínt um 3,67 gráður.
- "Nei, minnismiðinn um minni smiðinn" leiðrétti ungfrú Ljóska og skipti núna rétt á milli orðanna minnug óteljandi kennslustunda Formúla í framburðarstyrkingu fyrir opinbera starfsmenn. "Við fengum sendan miða sem á stendur..." ungfrú Ljóska ræskti sig örlítið "...Minnismiði. Tími kominn til að horfa á minni smiðinn!”
- "Þetta er sannarlega furðuleg orðsending." Formúli varð hugsandi á svipinn. "Segðu Justin Case bæjarstjóra að ég komi undir eins." Formúli lagði niður símtólið og gætti sín um leið að beita neðri bakvöðvunum rétt þannig að hámarksþjálfun fengist úr hreyfingunni. Formúli bjó sig í skyndi til brottfarar og í þungum þönkum endurtók hann skilaboðin fyrir munni sér: "Tími kominn til að horfa á minni smiðinn?"
fortsættes domani
- Er minni smiðurinn minni en stóri smiðurinn?
- Er stóri smiðurinn stærri en minnismiðinn?
- Munu æt húsgögn verða vinsæl?
- Er ungfrú Ljóska ekta ljóska?
- Er Magga Dóra alvöru ljóska?
- Munu sögurnar af Formúla hafa jafn djúpstæð áhrif á bókmenntasöguna eins og Félagi Napóleon hafði á beikonframleiðslu?
- Wird Formúli morgen die Rätsel lösen?
- Kemur Derrick til hjálpar við þýðinguna á þessu?
- "Góðan og blessaðan daginn kæru íbúar Engraóbótamannabæjar! Við hér á útvarpsstöðinni XM viljum byrja daginn á því að óska ykkur gleðilegrar páskahátíðar sem, eins og allir vita, hefst opinberlega í dag!"
Útvarpið suðaði inni í eldhúsinu hjá Formúla sem hafði nýlokið við að gæða sér á Morgunkorninu og FrumSín drykknum sem var heilafrumuörvandi heilsudrykkur með appelsínubragði. Formúli hafði snúið sér að dagblöðunum 16 sem hann las öll í einu, því enginn er fljótari að lesa en Formúli. Hann lagði sérstaka áherslu á allar greinar sem tengdust páskahátíðinni á einn eða annan hátt. Formúli var í einstaklega góðu skapi þennan morgun, eins og reyndar flestir íbúar Engraóbótamannabæjar, enda var þessi dagur upphafið að mikilli hátíð í bænum.
- "Góðir hlustendur, við ætlum að byrja tónlistardagskránna á heitasta laginu um þessar mundir, nefnilega Formúlarappinu þeirra Jökuls, Hýðis og Baldurs."
Formúli leit upp frá lestri dagblaðanna og hlustaði með athygli á fyrstu rapptaktana í laginu sem tileinkað var honum. Formúli gat ekki gert að því en hann saknaði hálfpartinn skringilegra uppátækja þeirra Jökuls og Hýðis við morgunverðarborðið enda höfðu þeir kumpánar dvalið hjá Formúla í heiðarleikameðferðinni í samfleytt hálft ár. Allt þar til frammistaða þeirra við handsömun Háls Áls og félaga (sjá Hálir álar & svikabrögð) hafði gert þá og Baldur Búk að hetjum á einni nóttu, og þá var ekki að sökum að spyrja. Skyndilega varð hið sérkennilega búktalaraatriði Baldurs eitt eftirsóttasta skemmtiatriðið á almenningssamkundum, og af einstöku innsæi sínu í 'bransanum' hafði Baldur fengið þá Jökul og Hýði til liðs við sig. Úr þessu samstarfi varð til heljarinnar sýning sem fór sigurför um gervalla Melrakkasléttu og hvar sem félagarnir fóru var þeim tekið sem boðberum frumlegrar og jafnvel áður óþekktrar kímnigáfu. Baldri hafði til að mynda dottið í hug að sýna búktal með tveimur brúðum (sem hann kallaði Hökul og Jýði). Einnig voru á sýningunni töfrabrögð risans Iðýh sem meðal annars sagaði sjálfan sig í tvennt langsum, svo ekki sé minnst á Lúdó kennsluna sem fór yfirleitt fram í hléi. Hápunktur sýningarinnar var þó óumdeilanlega þegar þeir félagar sungu saman rappbraginn um ofurhetjuna og átrúnaðargoðið sitt Formúla, og hafði lagið verið eitt hið vinsælasta undanfarið á öldum ljósvakans.
...Formúli er fimur og fljótur að svara,
hann situr ekki og stynur alla daga.
Hann reiknar bara og reiknar og reiknar og reiknar,
og aldrei honum seinkar og seinkar og seinkar.
Formúli Formúli Formúli í formi,
Formúli Formúli Formúli í formi.
Formúli er bestur það er ekki nokkur vafi,
betri en nokkur prestur,já, betri en hann afi...
……
FORsíminn reif Formúla uppúr hugsunum sínum með lágværri og ákaflega
umhverfisvænni hringingu. Stutt hljóðmerki kom frá litlu tæki á hlið símans
sem almennt gekk undir nafninu FORsvarinn. Þetta litla tæki gegndi
hlutverki venjulegs símsvara með því að hljóðrita skilaboð frá þeim sem
hringdu, en Formúli hafði sjálfur bætt við ýmsum aukakostum af sinni alkunnu
snilld. Til að mynda var hægt að stilla FORsvarann þannig að tækið hringdi í
þann sem hugðist hringja í Formúla rétt áður en viðkomandi framkvæmdi
hringinguna, og sparaði þannig hringjandanum fyrirhöfnina við að velja
númerið svo og símskrefin. Að vísu hafði símreikningurinn hækkað töluvert
hjá Formúla eftir að hann hóf að nota FORsvarann, en engu að síður gat þetta
komið sér vel sem neyðarnúmer fyrir þá sem til dæmis voru í hættu staddir
nálægt almenningssíma en áttu ekki skiptimynt fyrir símtalinu....
Einnig hafði Formúli hannað tækið þannig að það sá einnig fyrir hvað viðkomandi
ætlaði að segja. Þetti gerði það að vísu að verkum að enginn nennti að hringja
lengur í Formúla en þannig sparaði hann jú mannkyninu rafmagn. Eini ókosturinn
við þetta var sá að FORhitarinn sem gekk fyrir símhringingum var hættur að hita.
Formúli ákvað með sjálfum sér að nú væri kominn tími til að breyta FORhitaranum
í gervihnattafinnara sem hann gæti lánað NASA. Þeir voru jú alltaf að týna
einhverju. Formúli brosti góðlátlega og kímdi - ja hérna hvað hann gat stundum
verið glettinn.
RRRRiiiiiiiinngggggg - umhverfisvæn hringingin setti FORhitarann af stað,
vökvaði blómin, ryksugaði teppið og sauð 4 egg. Formúla hafði að vísu aldrei
geðjast vel að eggjum, enn keypti þó alltaf 4 egg á dag í eggjasölunni
Eggjasölunni til að styrkja landbúnaðinn sem átti nú undir högg að sækja. Eggin komu sér líka vel fyrir umrenninga og flækinga sem Formúli rakst stöku sinnum á á ferðalögum sínum. Ef þeir höfðu lágt kólesteról gaf hann þeim soðið egg en annars kolvetnisbættan sellerístilk.
En FORsvarinn hafði ekki náð að sjá fyrir þessa hringingu? Hver gæti þetta verið?
Formúli lyfti varlega upp símtólinu sem var raunar þannig hannað að það styrkti
sérstaklega bakvöðvana og var einnig einstaklega bragðgott og hollt. Það gat
komið sér vel yfir yfir dyndu náttúruhamfarir þannig að almenningur kæmist ekki
til að versla og yrði að éta húsgögnin eins og ku vera algengt eftir slíka
atburði. Formúli ákvað með sjálfum sér að hér eftir skyldu öll hans tæki vera
æt. Hann hugsaði með hlýju til gamla kennarans síns í næringarfræði sem hafði
ávallt brýnt fyrir honum kosti þess að nærast vel.
- "Halló?" Hljómfögur, karlmannleg röddin var engu lík "Formúli hér!" Formúli greindi strax á bylgjulengd hljóðmerkisins að FORsvarinn hafði hringt í skrifstofur bæjarstjórnar, að öllum líkindum í símtækið hjá ritaranum, ungfrú Ljósku.
- "Ha, já, halló, guð en sú tilviljun, ég ætlaði einmitt að fara að hringja í þig!" ungfrú Ljóska var furðu lostin.
- "Já, komdu sæl ungfrú Ljóska" svaraði Formúli karlmannlegri en þó sérlega kurteisri og óaðfinnanlega öruggri röddu. "Hvað get ég gert fyrir þig í dag?"
- "Bæjarstjórinn vill fá þig á neyðarfund strax Formúli", svaraði ungfrú Ljóska alvarlegri röddu. "Það er út af Geira Súkk og páskaeggjahvarfinu."
- "Páskaeggjahvarfinu??" Formúli varð áhyggjufullur á svip en rödd hans og þó sérstaklega framburður önghljóða lýstu eftir sem áður óbilandi styrk og þrautsegju.
- "Og svo fengum við líka undarlega orðsendingu rétt í þessu" hélt ungfrú Ljóska áfram.
- "Hvers kyns orðsendingu?" spurði Formúli ákveðinni röddu.
- "Það var þarna, æji, minnismiðinn um minni smiðinn" svaraði ungfrú Ljóska.
- "Minnismiðinn um minnismiðinn?" Endurtók Formúli og sýndi um leið ótrúlega styrka stjórnun á augabrúnum sínum sem lyftust hárfínt um 3,67 gráður.
- "Nei, minnismiðinn um minni smiðinn" leiðrétti ungfrú Ljóska og skipti núna rétt á milli orðanna minnug óteljandi kennslustunda Formúla í framburðarstyrkingu fyrir opinbera starfsmenn. "Við fengum sendan miða sem á stendur..." ungfrú Ljóska ræskti sig örlítið "...Minnismiði. Tími kominn til að horfa á minni smiðinn!”
- "Þetta er sannarlega furðuleg orðsending." Formúli varð hugsandi á svipinn. "Segðu Justin Case bæjarstjóra að ég komi undir eins." Formúli lagði niður símtólið og gætti sín um leið að beita neðri bakvöðvunum rétt þannig að hámarksþjálfun fengist úr hreyfingunni. Formúli bjó sig í skyndi til brottfarar og í þungum þönkum endurtók hann skilaboðin fyrir munni sér: "Tími kominn til að horfa á minni smiðinn?"
fortsættes domani
- Er minni smiðurinn minni en stóri smiðurinn?
- Er stóri smiðurinn stærri en minnismiðinn?
- Munu æt húsgögn verða vinsæl?
- Er ungfrú Ljóska ekta ljóska?
- Er Magga Dóra alvöru ljóska?
- Munu sögurnar af Formúla hafa jafn djúpstæð áhrif á bókmenntasöguna eins og Félagi Napóleon hafði á beikonframleiðslu?
- Wird Formúli morgen die Rätsel lösen?
- Kemur Derrick til hjálpar við þýðinguna á þessu?
Monday, March 18
Páskaháski - Kafli 1
Geirharður forstjóri staldraði við um leið og hann steig út úr bílnum sínum fyrir framan súkkulaðiverksmiðjuna í Engraóbótamannabæ. Hann virti fyrir sér dumbung og mistur hins dæmigerða aprílmorguns og dró andann djúpt. Þessi friðsæli morgun markaði nefnilega upphafið að mikilvægasta degi í lífi Geirharðs, eða Geira Súkk eins og hann var venjulega kallaður, því í dag skyldi páskahátíðin einmitt hefjast.
- "Nægur tími, nægur tími" muldraði Geiri einsog við sjálfan sig. Hann vissi manna best að framleiðsluferill þessara fyrstu súkkulaðipáskaeggja hafði fyllilega staðist allar tímaáætlanir og að súkkulaðið sjálft var fyrsta flokks. Hins vegar gat hann ekki annað en fyllst kvíðablandinni eftirvæntingu þegar hann hugsaði um þá ábyrgðamiklu stöðu sem honum hafði verið treyst fyrir og hvort börnunum myndi líka súkkulaðið, en það var jú hinn endanlegi dómur á gæði framleiðslunnar.
Geira Súkk létti talsvert við að ganga inn í tandurhreinan vinnslusalinn í ríkisreknu súkkulaðiverksmiðjunni þar sem hann hafði fylgst grannt með hverju einasta skrefi í framleiðslu súkkulaðieggjanna. Hann gat ekki annað en dáðst að gljáfægðum tækjunum og vel smurðu færiböndunum sem höfðu stig af stigi látið helsta súkkulaðidraum hans rætast; heil verksmiðja með glænýjum tækjum til að framleiða súkkulaði eftir hans eigin leyniuppskrift. Þetta var það sem Geira Súkk hafði alltaf dreymt um.
Á lagernum var allt klappað og klárt. Heilu staflarnir af sérmerktum kössum þar sem páskaeggjunum hafði verið nostursamlega komið fyrir til þess að verja þau hnjaski í flutningum. Geiri brosti og néri saman höndunum af ánægju og einskærri eftirvæntingu. Nú var aðeins eftir að ganga frá nokkrum pappírum á skrifstofunni og þá væri allt til reiðu.
Geiri Súkk gekk hröðum skrefum inn á skrifstofuna sína, kveikti þar ljós og byrjaði að róta í blöðunum á skrifborðinu. Hann var alltof niðursokkinn í eigin hugsanir til þess að taka eftir ófrýnilega manninum sem sat rólegur með krosslagða fætur í einu horni skrifstofunnar. Annar handleggur mannsins var áberandi styttri.
- "Velkominn til vinnu Geirharður", sá ókunnugi geiflaði munninn í sérkennilega geiflu sem í sumum menningarsamfélögum gæti eflaust flokkast undir bros. Röddin var djúp og hrjúf.
- "Hva, hve, ha?!!" Aumingja Geira var mjög brugðið. Hann saup hveljur og með skelfingarsvip á andlitinu greip hann fyrir hjarta sér rétt eins og einhver hefði gefið honum vænt högg undir bringuspjalirnar, síðan tæmt súrefnið úr herberginu og síðast stolið uppáhalds súkkulaðiuppskriftinni hans.
- "Geiri Súkk", ókunnugi maðurinn byrjaði að snyrta kæruleysislega á sér neglurnar og þuldi upp áhugalausri röddu. "Fæddur og uppalinn í Engraóbótamannabæ, fékk snemma ódrepandi áhuga á súkkulaðiframleiðslu, stofnaði ungur fyrirtæki sem fór á hausinn með stórar skuldir á bakinu sem fáir vita hversu miklar eru í raun veru. Fyrir rúmu ári gerður að forstjóra í nýju ríkisreknu súkkulaðiverksmiðjunni og sagt er að þessi fyrsta súkkulaðieggjaframleiðsla innihaldi eitt besta súkkulaði sem völ er á í alheiminum í dag, þótt víðar væri leitað."
- "Ha, já" stamaði Geiri sem vart var búinn að jafna sig enn. "En, en hver ert þú? Og hvað ertu að gera hérna inni?"
- "Hvað ég heiti skiptir ekki meginmáli að svo stöddu" svaraði sá ókunnugi, "heldur hvers vegna ég er kominn hingað."
- "Og hvers vegna ertu kominn hingað?" át Geiri upp eftir gestinum óboðna. Hræðslan hafði vikið fyrir réttmætri reiði yfir óskammfeilni ókunnuga mannsis og Geira hafði tekist að lækka hjartsláttinn úr 110 slögum á mínútu niður í 95.
- "Ég er kominn til þess að gera þér tilboð Geiri" maðurinn hvessti augun á Geira og fremur ógeðfellt glott lék um varir hans. "Eða ætti ég að frekar að segja Geirþrúður Suck?"
- "Suck, eee,haaa.., tilboð?" Geiri fölnaði og studdi sig við skrifborðið. "Hvað veist þú um G.. Suck?". Svitaperlur runnu niður ennið á Geira þegar honum varð hugsað til fortíðar sinnar í skuggahverfum Genfar þar sem hann hafði unnið fyrir súkkulaðináminu sem “sviðsdama”.
- "Ýmislegt Geiri minn" sá ókunnugi fór aftur að kroppa í hendur sínar og var greinilega farið að leiðast. "Meira en þú kærir þig um að vita. Ég ætla að gera þér óheiðarlegt tilboð sem þú getur ekki hafnað."
- "Hvers konar tilboð?" Geiri ræskti sig og losaði aðeins um bindishnútinn sem farinn var að þrengja óþægilega að.
- "Hlustaðu nú vel Geiri minn" gesturinn lagði hendurnar á stólarmana og starði myrkum augum á súkkulaðiforstjórann, "Gegn því að losa þig við allar gamlar skuldir , vandræði og orðspor Geirþrúðar Suck, vil ég fá..." hann gerði stutt hlé á máli sínu og ógeðfellda glottið skreið aftur upp á andlit hans "...allan súkkulaðieggjalagerinn eins og hann leggur sig!!!"
- "Allan eee sú….kkulaði…lager…nn!" Geiri Súkk starði skelfingu lostinn á ókunnuga manninn. "Þú…. skilur ekki, þetta er… fráleitt! Ég get ekki brugðist því …trausti sem mér er sýnt hér í bænum, o..og svo maður tali nú ekki um börnin sem bíða í ofvæni eftir páskaeggjunum sínum!!"
- "Skítt með börnin, ég vil fá þessi egg!!" öskraði sá ókunnugi og andlitið afmyndaðist í hamslausri reiði.
Geiri snarþagnaði og einblíndi óttasleginn á manninn um stund.
- "Komdu þér út!" hvíslaði Geiri ógnandi, "komdu þér strax út úr verksmiðjunni minni!! Þú færð aldrei þessi páskaegg! Aldrei!”
- "Aldrei að segja aldrei" sagði gesturinn lævísri röddu og virtist hafa róast niður eins og hendi væri veifað. "Það er bara verst fyrir þig sjálfan Geiri minn, ég tek bara eggin ef mér sýnist. Með eða án samþykkis þíns!"
- "Hvað meinarðu?" Geiri starði áhyggjufullur á þann ókunnuga.
- "Er það ekki rétt hjá mér Nymmi?" gesturinn glotti illyrmislega og horfði yfir öxlina á Geira.
Áður en Geiri fékk tækifæri til að snúa sér við til þess að sjá við hvern sá ókunnugi hafði verið að tala, fann hann sáran sting í mjóbakinu og allt fór að hringsnúast fyrir höfðinu á honum. Það síðasta sem ómaði í ringluðu höfði Geira Súkk áður en allt varð svart fyrir augum hans, var djúpur og tryllingslegur hlátur óboðna gestsins.
- "HAR, HAR, HAR!!"
fortsættes mañana...
- Mun Geiri lifa þessa óforskömmuðu atlögu af?
- Mun Geiri komast að því hver árásarmaðurinn er?
- Mon Geiri je t'aime?
- Hvem er den skrækkelige uhyre som vil tage den hele sjokolade lager?
- Hvem er Nymmi?
- Af hverju er þetta skrifað á dönsku?
- Mun Formúli koma til sögunnar, eða er þetta e.t.v. saga um einhverja allt aðra ofurhetju?
- Er súkkulaði virkilega skaðlegt heilsunni?
- Er Nymmi e.t.v. frá Náttúruleysingjahælinu í Hveragerði?
Geirharður forstjóri staldraði við um leið og hann steig út úr bílnum sínum fyrir framan súkkulaðiverksmiðjuna í Engraóbótamannabæ. Hann virti fyrir sér dumbung og mistur hins dæmigerða aprílmorguns og dró andann djúpt. Þessi friðsæli morgun markaði nefnilega upphafið að mikilvægasta degi í lífi Geirharðs, eða Geira Súkk eins og hann var venjulega kallaður, því í dag skyldi páskahátíðin einmitt hefjast.
- "Nægur tími, nægur tími" muldraði Geiri einsog við sjálfan sig. Hann vissi manna best að framleiðsluferill þessara fyrstu súkkulaðipáskaeggja hafði fyllilega staðist allar tímaáætlanir og að súkkulaðið sjálft var fyrsta flokks. Hins vegar gat hann ekki annað en fyllst kvíðablandinni eftirvæntingu þegar hann hugsaði um þá ábyrgðamiklu stöðu sem honum hafði verið treyst fyrir og hvort börnunum myndi líka súkkulaðið, en það var jú hinn endanlegi dómur á gæði framleiðslunnar.
Geira Súkk létti talsvert við að ganga inn í tandurhreinan vinnslusalinn í ríkisreknu súkkulaðiverksmiðjunni þar sem hann hafði fylgst grannt með hverju einasta skrefi í framleiðslu súkkulaðieggjanna. Hann gat ekki annað en dáðst að gljáfægðum tækjunum og vel smurðu færiböndunum sem höfðu stig af stigi látið helsta súkkulaðidraum hans rætast; heil verksmiðja með glænýjum tækjum til að framleiða súkkulaði eftir hans eigin leyniuppskrift. Þetta var það sem Geira Súkk hafði alltaf dreymt um.
Á lagernum var allt klappað og klárt. Heilu staflarnir af sérmerktum kössum þar sem páskaeggjunum hafði verið nostursamlega komið fyrir til þess að verja þau hnjaski í flutningum. Geiri brosti og néri saman höndunum af ánægju og einskærri eftirvæntingu. Nú var aðeins eftir að ganga frá nokkrum pappírum á skrifstofunni og þá væri allt til reiðu.
Geiri Súkk gekk hröðum skrefum inn á skrifstofuna sína, kveikti þar ljós og byrjaði að róta í blöðunum á skrifborðinu. Hann var alltof niðursokkinn í eigin hugsanir til þess að taka eftir ófrýnilega manninum sem sat rólegur með krosslagða fætur í einu horni skrifstofunnar. Annar handleggur mannsins var áberandi styttri.
- "Velkominn til vinnu Geirharður", sá ókunnugi geiflaði munninn í sérkennilega geiflu sem í sumum menningarsamfélögum gæti eflaust flokkast undir bros. Röddin var djúp og hrjúf.
- "Hva, hve, ha?!!" Aumingja Geira var mjög brugðið. Hann saup hveljur og með skelfingarsvip á andlitinu greip hann fyrir hjarta sér rétt eins og einhver hefði gefið honum vænt högg undir bringuspjalirnar, síðan tæmt súrefnið úr herberginu og síðast stolið uppáhalds súkkulaðiuppskriftinni hans.
- "Geiri Súkk", ókunnugi maðurinn byrjaði að snyrta kæruleysislega á sér neglurnar og þuldi upp áhugalausri röddu. "Fæddur og uppalinn í Engraóbótamannabæ, fékk snemma ódrepandi áhuga á súkkulaðiframleiðslu, stofnaði ungur fyrirtæki sem fór á hausinn með stórar skuldir á bakinu sem fáir vita hversu miklar eru í raun veru. Fyrir rúmu ári gerður að forstjóra í nýju ríkisreknu súkkulaðiverksmiðjunni og sagt er að þessi fyrsta súkkulaðieggjaframleiðsla innihaldi eitt besta súkkulaði sem völ er á í alheiminum í dag, þótt víðar væri leitað."
- "Ha, já" stamaði Geiri sem vart var búinn að jafna sig enn. "En, en hver ert þú? Og hvað ertu að gera hérna inni?"
- "Hvað ég heiti skiptir ekki meginmáli að svo stöddu" svaraði sá ókunnugi, "heldur hvers vegna ég er kominn hingað."
- "Og hvers vegna ertu kominn hingað?" át Geiri upp eftir gestinum óboðna. Hræðslan hafði vikið fyrir réttmætri reiði yfir óskammfeilni ókunnuga mannsis og Geira hafði tekist að lækka hjartsláttinn úr 110 slögum á mínútu niður í 95.
- "Ég er kominn til þess að gera þér tilboð Geiri" maðurinn hvessti augun á Geira og fremur ógeðfellt glott lék um varir hans. "Eða ætti ég að frekar að segja Geirþrúður Suck?"
- "Suck, eee,haaa.., tilboð?" Geiri fölnaði og studdi sig við skrifborðið. "Hvað veist þú um G.. Suck?". Svitaperlur runnu niður ennið á Geira þegar honum varð hugsað til fortíðar sinnar í skuggahverfum Genfar þar sem hann hafði unnið fyrir súkkulaðináminu sem “sviðsdama”.
- "Ýmislegt Geiri minn" sá ókunnugi fór aftur að kroppa í hendur sínar og var greinilega farið að leiðast. "Meira en þú kærir þig um að vita. Ég ætla að gera þér óheiðarlegt tilboð sem þú getur ekki hafnað."
- "Hvers konar tilboð?" Geiri ræskti sig og losaði aðeins um bindishnútinn sem farinn var að þrengja óþægilega að.
- "Hlustaðu nú vel Geiri minn" gesturinn lagði hendurnar á stólarmana og starði myrkum augum á súkkulaðiforstjórann, "Gegn því að losa þig við allar gamlar skuldir , vandræði og orðspor Geirþrúðar Suck, vil ég fá..." hann gerði stutt hlé á máli sínu og ógeðfellda glottið skreið aftur upp á andlit hans "...allan súkkulaðieggjalagerinn eins og hann leggur sig!!!"
- "Allan eee sú….kkulaði…lager…nn!" Geiri Súkk starði skelfingu lostinn á ókunnuga manninn. "Þú…. skilur ekki, þetta er… fráleitt! Ég get ekki brugðist því …trausti sem mér er sýnt hér í bænum, o..og svo maður tali nú ekki um börnin sem bíða í ofvæni eftir páskaeggjunum sínum!!"
- "Skítt með börnin, ég vil fá þessi egg!!" öskraði sá ókunnugi og andlitið afmyndaðist í hamslausri reiði.
Geiri snarþagnaði og einblíndi óttasleginn á manninn um stund.
- "Komdu þér út!" hvíslaði Geiri ógnandi, "komdu þér strax út úr verksmiðjunni minni!! Þú færð aldrei þessi páskaegg! Aldrei!”
- "Aldrei að segja aldrei" sagði gesturinn lævísri röddu og virtist hafa róast niður eins og hendi væri veifað. "Það er bara verst fyrir þig sjálfan Geiri minn, ég tek bara eggin ef mér sýnist. Með eða án samþykkis þíns!"
- "Hvað meinarðu?" Geiri starði áhyggjufullur á þann ókunnuga.
- "Er það ekki rétt hjá mér Nymmi?" gesturinn glotti illyrmislega og horfði yfir öxlina á Geira.
Áður en Geiri fékk tækifæri til að snúa sér við til þess að sjá við hvern sá ókunnugi hafði verið að tala, fann hann sáran sting í mjóbakinu og allt fór að hringsnúast fyrir höfðinu á honum. Það síðasta sem ómaði í ringluðu höfði Geira Súkk áður en allt varð svart fyrir augum hans, var djúpur og tryllingslegur hlátur óboðna gestsins.
- "HAR, HAR, HAR!!"
fortsættes mañana...
- Mun Geiri lifa þessa óforskömmuðu atlögu af?
- Mun Geiri komast að því hver árásarmaðurinn er?
- Mon Geiri je t'aime?
- Hvem er den skrækkelige uhyre som vil tage den hele sjokolade lager?
- Hvem er Nymmi?
- Af hverju er þetta skrifað á dönsku?
- Mun Formúli koma til sögunnar, eða er þetta e.t.v. saga um einhverja allt aðra ofurhetju?
- Er súkkulaði virkilega skaðlegt heilsunni?
- Er Nymmi e.t.v. frá Náttúruleysingjahælinu í Hveragerði?
Subscribe to:
Posts (Atom)